Search
Close this search box.

Patagonia swiftcurrent dömu vöðlupakki

134.895 kr. 109.016 kr.

Swiftcurrent eru glæsilegar kvenvöðlur frá Patagonia sem framleiddar eru úr fjögurra laga vatnsheldu öndunarefni sem nefnist H2No®, en það hefur Patagonia prófað og þróað undanfarinn áratug. Efnið er afar slitsterkt og þjált sem gerir vöðlurnar einkar endingargóðar og um leið þægilegar.

Flokkur:

Patagonia Wms swiftcurrent vöðlur

89.900 kr.

Swiftcurrent eru glæsilegar kvenvöðlur frá Patagonia sem framleiddar eru úr fjögurra laga vatnsheldu öndunarefni sem nefnist H2No®, en það hefur Patagonia prófað og þróað undanfarinn áratug. Efnið er afar slitsterkt og þjált sem gerir vöðlurnar einkar endingargóðar og um leið þægilegar.

Korkers Darkhorse dömu vöðluskór

44.995 kr.

Darkhorse vöðluskórinn hefur nú verið endurhannaður til hæfa betur fótum kvenna. Skórinn er, eins og aðrir frá Korkers, búinn útskiptanlegum OmniTrax-sólum, en þeim fylgir bæði gúmmí- og filtbotn. Aukalega eru negldir botnar fáanlegir, t.d. neglt filt og vibram.

Darkhorse eru með M2 Boa® vírakerfi í stað reima sem eykur mjög á þægindi, sérstaklega við að fara í skóna og úr. Framleiðslan er ákaflega vönduð en táin er styrkt auk þess sem saumar eru álagsþolnir. Í botni skónna eru rásir fyrir vatn sem tryggja skórinn haldist eins léttur og kostur er á, þegar á land er komið.

Swiftcurrent vöðlurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir veiðikonur. Þær eru gerðar eru úr fjögurra laga vatnsheldu öndunarefni sem nefnist H2No® sem er afar slitsterkt og þjált. Swiftcurrent eru búnar ýmsum þægindum en mittishæð þeirra má stilla eftir þörfum notandans með þar til gerðum EZ-lásum. Axlarböndum má breyta með einu handtaki og unnt að færa efri hlutann frá bringu að mitti. Sú hönnun er einkennismerki Patagonia sem oft getur komið sér vel, sérstaklega á góðviðrisdögum þegar heilar vöðlur eru óþarfar. Vöðlurnar má m.ö.o. nota á hefðbundinn hátt en einnig sem mittisvöðlur. Þá má losa vöðlurnar að aftan með smellu, sem nýtist þegar farið er í þær og úr, en ekki síður þegar nota á vöðlurnar sem mittisvöðlur.

Á hvorri hlið vaðlanna eru fóðraðir vasar til að hvíla eða verma hendur. Framan á þeim er rúmgóður vasi með vatnsvörðum rennilás. Að innanverðu er vatnsheldur poki sem velta má fram, og er ætlaður undir síma og bíllykla. Vöðlurnar eru styrktar í klofi og skálmum svo veiðikonur þurfi ekki að hafa áhyggjur af saumum þegar gengið er um brattlendi eða í öðrum krefjandi aðstæðum. Þá eru vöðlusokkarnir sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga. Á hnjám vaðlanna eru hnépúðar til aukinna þæginda þegar kropið er. Vöðlunum fylgir gott teygjanlegt belti.

Patagonia stígur sífellt fleiri skref í átt að sjálfbærari framleiðslu, enda fyrirtækið víðast hvar verið leiðandi afl í umhverfismálum. Í Swiftcurrent kvenvöðlunum eru a.m.k. 70% efnisins endurunnið, sem kemur síst niður á gæðum og endingu.

Women’s Swiftcurrent Waders Sizing Information

Measurements refer to body size, not garment dimensions, and are in inches, unless otherwise noted. **Largest girth (chest, waist or hips).
Size Chest Hips Largest Girth** Inseam Shoe Size Height
XSS
Extra Small – Short Length
32-33 35-36 36 29.5 6-8 5’0″-5’4″
SSS
Small – Short Length
33-35 37-38 38 29.5 6-8 5’0″-5’4″
SRM
Small – Regular Length
33-35 37-38 38 31.5 8-10 5’5″-5’8″
MSS
Medium – Short Length
36-38 39-41 41 29.5 6-8 5’0″-5’4″
MRM
Medium – Reg Length
36-38 39-41 41 31.5 8-10 5’5″-5’8″
MLM
Medium – Long Length
36-38 39-41 41 33.5 8-10 5’9″-6′
LSS
Large – Short Length
39-40 42-44 44 29.5 6-8 5’0″-5’4″
LRM
Large – Reg Length
39-40 42-44 44 31.5 8-10 5’5″-5’8″
LLM
Large – Long Length
39-40 42-44 44 33.5 8-10 5’9″-6′
XRM
Extra Large – Reg Length
42-45 45-48 48 31.5 8-10 5’5″-5’8″

Vörumerki

Patagonia

Þér gæti einnig líkað við…

Shopping Cart
Scroll to Top