0
Hlutir Magn Verð

"Gerber Freehander klippur" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Gerber Freehander klippur

8.990 kr
- +

Frábærar línuklippur með línufestingu

Eins og nafnið gefur til kynna þá er einn af eiginleikum Freehander að gefa notandanum möguleika á að klippa, hnýta og vinna með veiðilínu án þess að missa hana frá sér. Stórir gripfletir á klippuhúsinu sem eru hannaðir til að auka þægindi notandans og gera notkun auðveldari við blautar og kaldar aðstæður. Klippurnar henta vel til klippinga á Mono- og Fluorocarbonlínum.

  • Efni í skærum: 7Cr17MoV
  • Efni í húsi: A380 aluminum
  • Skiptanleg blöð
  • Supervise Tech™ hreyfanlegur línuhaldari, sem passar upp á línuna sem verið er að klippa eða hnýta
  • Skiptanlegur pinni (Respike™) til að hreinsa t.d. lakk úr augum á krókum og flugum. Hægt að breyta staðsetningu pinnans í áhaldinu.
  • Lykkja til að festa klippurnar í snúru eða karbínu.
  • Breiðir fletir til að þrýsta sem eykur þægindi við notkun, sérstaklega þar sem fingur eru stundum blautir og kaldirFish-Freehander

Oftar en ekki eru stangveiðimenn að athafna sig í erfiðum aðstæðum og þá er gott að hafa lausa hendi. Freehander klippurnar voru hannaðar með þetta í huga, þ.e. að þegar verið er að vinna við línu hvort sem er að klippa, hnýta eða þræða þá er hægt að festa línuna við klippurnar og sleppa henni meðan verið er að sækja til dæmi agn. Gerber uppfærði vel þekkta hönnun á klippum upp á nýtt stig, og bætti við nokkrum smáatriðum sem breyta notkuninni og notkunarmöguleikum mikið.

Til viðbótar við SuperVise Tech™ línuhaldarann þá er Respike™ pinninn sem hægt er að nota til að hreinsa óhreinindi eða lakk úr auga flugu eða agns. Hægt er að skipa pinna út og/eða færa staðsetningu hans eins og hver og einn vill og finnst best.

Gott auga til að festa klippurnar við snúru eða karbínu er hreyfanlegt á klippunum og veitir því meiri sveigjanleika en ella.

Stórir fletir á klippuhúsinu eru hugsaðir fyrir notandann, svo hann eigi einfaldara með að stjórna klippingu eða hreinsa úr auga agns. Þessir stóru fletir eru líka góðir þegar kemur að því að veiða í köldu veðri eða blautu. Notandinn hefur alltaf gott tak á klippunum, þegar verið er til dæmi að klippa hárfína línu,

Áhöldin frá Gerber eru gerð til að endast alla ævi. Til að viðhalda endingartíma þá skaltu hreinsa Freehander klippurnar með fersku vatni og þurrka með hreinni tusku eða handklæði. Berðu reglulega olíu á liðamót og hreyfanlega hluti.