Search
Close this search box.

Um okkur

Eigandi verslananna Súnbúðin í Neskaupstað og Veiðiflugunnar á Reyðarfirði er Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað eða SÚN eins og það er gjarnan kallað.

Félagið er gamalgróið, stofnað 1932. Tilgangur félagsins var að kaupa inn og selja salt og útgerðarvörur til félagsmanna á hagstæðara verði en tíðkaðist auk þess að koma í verð þeim fiskafurðum sem framleiddar voru.

Félaginu óx fljótt fiskur um hrygg enda almenn þátttaka útgerðarmanna í stofnun þess. Starfsemin var fjölbreytt næstu áratugina, félagið reisti og rak m.a. frystihús, saltfisk og skreiðarverkun, tók þátt í útgerð og rak veiðarfæraverslun.
1957 stóð SÚN fyrir stofnun Síldarvinnslunnar hf. sem í dag er eitt stærsta útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki landsins.
Á seinni árum hafa umsvif SÚN minnkað,
enda er dótturfélagið Síldarvinnslan löngu búið að taka við af mömmu gömlu.
Verslun félagsins var löngum kölluð SÚN búðin en fékk nafnið Fjarðasport 2004. Árið 2023 var svo aftur tekið upp gamla nafnið, Súnbúðin.
Í september 2004 keypti SÚN rekstur og nafn Veiðiflugunnar á Reyðarfirði sem flutti vorið 2005 í nýtt húsnæði í Verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði og er gólfflötur verslunarinnar alls um 300m2.
Lykilmenn:
 
Guðmundur Rafnkell Gíslason framkvæmdastjóri SÚN
 
Sævar Örn Harðarson rekstrarstjóri SÚN 
 
Björgvin Þ .Pálsson versl.stjóri Veiðiflugunnar.
 
Stjórnarformaður SÚN er Magnús Jóhannson.
Shopping Cart
Scroll to Top